KVENNABLAÐIÐ

Napflix: Ný sjónvarpsþáttaþjónusta sem er svo leiðinleg að þú sofnar

Fólk á til að blunda yfir sjónvarpinu, það er vel þekkt. Margir nota það jafnvel markvisst til að lúra og elska að dorma yfir sjónvarpinu. Stundum fer það þó ekki eins og ætlað er – eitthvað sem þú ætlaðir að láta þér renna í brjóst yfir reynist svo spennandi og skemmtilegt að þú neyðist til að vaka og horfa með áhuga, jafnvel klukkutímunum saman.

napflix-1-768x384

Það er þó engin hætta fáir þú þér Napflix sem er sjónvarpsþjónusta sem er svo leiðinleg að þú átt pottþétt eftir að sofna. Vefsíðan þeirra segir að hjá þeim sé hægt að finna þögla og sofandalega þætti og sjónvarpsefni sem er mun koma þér í draumalandið. Allt frá löngum fyrirlestrum, endurspilun leikja til skákeinvíga, messa og landslagsþátta.

Auglýsing

napflix3

„Hugmyndin er að gera skemmtun að leiðindum,“ segir Victor Gutierrez de Tena, annar eigenda Napflix. „Eitthvað sem minnir þig á barnæskuna, eitthvað sem lét þig steinsofna í skóla.“ Victor vinnur í auglýsingabransanum en þetta er ekki auglýsingabrella – stöðin er algerlega að kostnaðarlausu, allavega til að byrja með.

napflix2

Vekjaraklukka er innbyggð í stöðinni þannig þú getur dröslað þér af sófanum og inn í rúm!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!