Fimmtugur verkamaður sem innbyrti fjóra til fimm orkudrykki á dag í þrjár vikur var nýlega greindur með bráðalifrarbólgu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt greinist en leiða má líkur á að um ofneyslu B3 vítamíns eða níacíns (nikótínsýru) sé um að kenna.
Ný rannsókn sem birt var í British Medical Journal leggur áherslu á að neytendur verði að vera meira vakandi fyrir þeim innihaldsefnum sem eru í mat og drykk sem þeir neyta til að koma í veg fyrir ofneyslu á vissum efnum.
Læknarnir sem sáu um fyrrnefnt tilfelli hafa grun um að orkudrykkjaneyslu megi kenna um lifrarbólguna en innbyrti maðurinn ógrynni af B3 vítamíninu.
Þar sem maðurinn vinnur í erfiðri verkamannavinnu fór hann að drekka orkudrykki til að halda sér gangandi. Burtséð frá þeirri neyslu drakk hann og borðaði eins og vanalega, gerði engar aðrar breytingar.
Fór hann fjótt að finna fyrir óvenjulega mikilli þreytu og magaverkjum. Þegar honum fór að verða óglatt og kasta upp hélt hann að hann væri kominn með flensu. Það var þó ekki fyrr en þvagið var orðin einkennilega dökkleitt og litarhaftið var orðið mjög gulleitt að hann leitaði læknis.
Það var þá sem kom í ljós að lifrarensímin sýndu eyðileggingu á borð við þá sem hafa lifrarbólgu C.
Monster Energy inniheldur 200% daglegan skammt af B3 vítamíni.
Heimild: Gizmodo