Hún þykir sláandi lík Kate Middleton, enda ekki leiðum að líkjast. Kanadíska leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins eru sögð vera að slá sér upp saman. Meghan leikur í þáttunum Suits og er virkilega hæfileikarík og flott kona – Harry er einn eftirsóttasti piparsveinn í heimi.
Eyddu þau hrekkjavökuhelginni saman á brjáluðu djammi í Toronto og fóru meðal annars á klúbb (Soho House) sem er svo leynilegur að þú getur ekki komist þar inn nema að tveir aðrir meðlimir mæli með þér. Parið er sagt hafa verið að hittast síðan í ágústmánuði.

Kíktu á Meghan í meðfylgjandi myndbandi: