Ecosexual er heiti yfir það fólk sem örvast kynferðislega í náttúrunni og þykir jörðin kynþokkafull. Þessa vikuna í Sidney Ástralíu er tækifæri til að stunda kynlíf með jörðinni. Hægt er að stoppa í ecosexual baðhúsinu sem er partur af LiveWorks listahátíðinni í Sidney.
Baðhúsið er gagnvirk tilraun til að brúa bil milli tegunda og fagna ecosexúalisma sem er vaxandi í heiminum samkvæmt Jennifer Reed sálfræðingi í háskólanum í Nevanda: „Fólk sem kennir sig við ecosexúalisma hefur tvöfaldast á undanförnu ári. Við gætum horft til ársins 2016 þar sem hneigðin varð ótrúlega hefðbundin (e. mainstream).”
Að vera haldinn slíkri hneigð getur verið mismunandi – allt frá því að nota umhverfisvæn kynlífsleikföng til þess að fá eitthvað út úr því að fara nakin á fjöll eða synda í ám.
Svo er annað fólk sem veltir sér upp úr drullu og fær fullnægingu, stundar kynlíf með trjám eða fróar sér undir fossi. Þú getur fengið frekari upplýsingar um þetta í myndbandinu að neðan, og við hljótum að fagna fjölbreytileikanum á þessu sviði sem öðrum!
Heimild: Vice