KVENNABLAÐIÐ

Sjúklingur leysti vind í aðgerð: Kviknaði í á skurðarborðinu

Kona á þrítugssaldri lenti í því óvenjulega en skelfilega atviki að meðan hún undirgekkst skurðaðgerð með leyser á leghálsi lak út gas úr endaþarmi sem orsakaði að kviknaði í á skurðarborðinu. Óheppilegt samspil gassins og leysersins olli því að kviknaði í og breiddist eldurinn fljótt út, í klæðið sem umvafði sjúklinginn og hlaut hún alvarleg brunasár um allan líkamann, m.a. á mjöðmum og fótum.

Auglýsing

Konan var vakandi og fann því sársaukann vel. Gerðist atvikið á spítala í Tokyo í apríl á þessu ári en ratar ekki í fréttirnar fyrr en nú, eftir að ítarleg rannsókn fór fram. Engin eldfim efni voru á skurðstofunni og var ekkert óeðlilegt við aðstæður.

Myndin er ekki af skurðstofunni þar sem atvikið átti sér stað
Myndin er ekki af skurðstofunni þar sem atvikið átti sér stað

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!