Þetta er mín innsýn í þessa hluti. Hvort sem hún er röng eða rétt. Það sem ég hef oft verið sek um er að falla í neikvæðar hugsanir. Hugsanir sem geta eitrað hugann og hugmyndirnar sem maður hefur um sjálfan sig og aðra. Búið til óraunhæfar hugmyndir um líf sitt og líf annara og hvernig lífið eigi í raun og veru að vera.
Okkur líður oft eins og lífið skuldi okkur einhvað. Að við eigum alltaf að fá einhvað fyrir það sem við gerum og leggjum af mörkum. Að lífið gefi okkur það. Í stað þess að grípa það sjálf þegar það gefst tækifæri til. En það að búast við því, að það sé sjálfsagt, að lífið borgi til baka fyrir það sem við höfum gert eða lent í. Það er óraunhæft og eitruð hugsun. Því sannleikurinn er sá að lífið virkar ekki þannig. Við þurfum sjálf að leggja okkar vegi og ákveða sjálf í hvaða átt þeir liggja.
Allar hindranir sem við lendum í eru ekki til þess að stoppa okkur. Þær eru til þess að kenna okkur hvernig á að takast á við komandi hindranir. Þær eru hver og ein tækifæri til þess að læra einhvað nýtt um okkur sjálf og heiminn.
Þegar við erum góð við einhvern þá er ekki raunhæft að búast við því að fá einhvað í staðinn. Þó það sé erfitt þá er það ekki raunhæft. Við eigum ekki að búast við neinu. Ef við fáum einhvað gott í staðinn er það frábært en það kemur bara að sjálfu sér og fer eftir hverjum einstakling og aðstæðum. Hið sama má segja um neikvæð viðbrögð. Þau segja ekkert til um það hvað þú gerðir. Það er undir hverjum einstaklingi komið hvernig hann bregst við. Það segir ekkert til um þig. Þú ert bara þú. Og í raun er hugtakið „að reyna“ frekar skrýtið þegar maður hugsar út í það. Það er ekkert að reyna. Það er bara að gera. Þegar þú ert að „reyna“ að gera einhvað eins og að læra. Þá ertu að læra. Þó svo þú hafir einungis bara lesið 1 bls í bókinni þá lastu samt. Ef þú segist ætla að „reyna“ einhvað með það hugarfar að þú munir líklega ekki gera það og það sé bara allt í lagi þá ertu ekki að gera neitt annað en að búa til afsökun fyrir sjálfan þig. Þú hefur kannski ekki gert þetta, en það hef ég.
Þegar þú gerir eitthvað, sama hvað það er, þá er ekki hægt að búast við einhverju ákveðnu. Því lífið er ekki svo einfalt. Það fer allt eftir því hvernig brautin þín liggur, hvort það sé von á áframhaldandi veg eða hindrun. Við vitum ekki hvort það er og getum því ekki búist við því hvað muni gerast og að afleiðingarnar verði alltaf okkur í hag. Því stundum er það ekki þannig og það er ekkert annað en gangur lífsins. Kannski smá harkalegur sannleikur, en sannleikur engu að síður.
Það sem við þurfum að ákveða er hvernig við bregðumst við þegar hindranirnar koma eða þegar vegirnir halda áfram. Allt veldur á okkar eigin ákvörðunum. Við getum meira að segja búið sjálf til okkar eigin hindranir þegar við bregðumst við á þann hátt að við dettum í neikvæðar hugsanir. Neikvæðar, eitraðar og niðurbrjótandi hugsanir.
Þær geta verið sjálfsvorkunn. Hef oft dottið inn í þann pakka. Af hverju gerist þetta alltaf fyrir mig? Afhverju ég? Afhverju? Það eru engin svör. Það gerðist. Það gerðist bara. Ekki útaf einhverju. Leiðin lá bara í þessa átt. Og við getum ákveðið hvort við horfum á það sem einhvað sem við getum lært af eða hvort við horfum á það sem einhvað sem við notum til þess að brjóta okkur niður með því að detta í sjálfsvorkun og búa til afsakanir. Við höfum valið. Hvora leiðina ætlum við að fara.
Það eru til endalausar neikvæðar hugsanir eins og t.d. afbrýðissemi, samanburður, sjálfshatur o.s.frv. Svo ótal mikið af hugsunum sem gera ekkert gagn. Eina sem þær gera er að halda aftur af manni. Fá mann til þess að halda í einhvað sem gerir mann veikari fyrir vikið. Hver einstaklingur hefur sína braut sem hann leggur og heldur svo af stað. Hver einstaklingur hefur mismargar hindranir og mismargar leiðir. Þannig er það bara. Hver hefur sína braut. Það segir ekkert til um hvort þín braut sé verri eða betri. Það er bara þín braut. Þess vegna þjóna allar þessar hugsanir engum tilgangi. Engum öðrum en að halda aftur af þér. Því ef við erum sífellt að hugsa um afhverju og hugsa til baka þá er erfiðara að halda áfram. En við verðum að halda áfram. Annars erum við bara stopp og ekkert gerist. Ekkert breytist. En ég vil samt nefna það að hver hefur sinn hraða og við þurfum ekki að gera allt í einu. Bara eitt skref í einu. Sama hversu lítið það er.
Við höfum oft tilhneigingu til þess að flokka viðbrögð líkamans í góð og slæm. Og oftast gerist það ómeðvitað. Segjum sem svo að einstaklingur mætir í partý og hann verður svona smá vandræðalegur og roðnar. Hann er smá svekktur yfir því að roðna en jafnar sig og heldur áfram. Tökum svo dæmi um annan einstakling sem lendir í sömu aðstæðum. Um leið og hann finnur að hann er að roðna þá fer viðbragðakerfið í gang í líkamanum. HÆTTA HÆTTA HÆTTA. Því þetta er óþægilegt og einstaklingurinn vill að þetta stoppi því honum finnst þetta óeðlilegt. Viðbragðakerfið fer í gang í stað þess að þetta líður einfaldlega hjá. Því ómeðvitað hefur einstaklingurinn túlkað roða í kinnum sem einhvað sem er neikvætt og reynir að stoppa það. En í raun þá er þetta ekkert sem er neikvætt, þetta er bara eðlileg virkni líkamans. Sumir eru einfaldlega með öðruvísi kerfi og þá er ég aðallega að tala um kvíða. Einstaklingar með kvíða túlka eðlileg viðbrögð líkamans við einhverju sem er öðruvísi og óvenjulegt sem einhvað sem er slæmt og heldur að hann þurfi að verjast því.
Þess vegna byrja kvíðaeinkennin hægt og rólega að myndast. Þau koma í stað eðlilegu viðbragðanna því þau eru túlkuð sem neikvæð. Þá vantar einhvað til að koma í staðinn og þá koma kvíðaviðbrögðin. Það sem ég held ég hafi komist að er að við sem erum kvíðin þurfum að reyna að endurforrita okkur til þess að hugsa um viðbrögð líkamans sem eðlileg. Troða því ofan í okkur að þetta er eðlilegt og ekki neikvætt. Líkaminn er kominn í óvenjulegar aðstæður og veit ekki hvernig hann á að bregðast við (þurfa samt ekkert endilega að vera óvenjulegar aðstæður bara meira svona ekki safe zone) og þá myndast spenna. Eðlileg spenna. Sem einstaklingar (þar á meðal ég) með kvíða túlka sem ógn, einhvað neikvætt. En það er það ekki. Það eru bara eðlileg viðbrögð líkamans.
Annað sem ég hef átt í vandræðum með er að treysta því að fólk meini það sem það segir. Og að treysta því að fólk treysti því að ég meini það sem ég segi. Ég hef alltaf verið óörugg í kringum fólk og hefur alltaf liðið eins og það séu grímur út um allt. En æfum okkur í því að treysta því að fólk treysti því að við meinum það sem við segjum og að það sé ekkert á bak við það. Því það sem við segjum er bara það sem við segjum. Ekkert annað. Ekkert á bakvið það. Ekkert annað en einlægni. Ef þú ert einlægur þá er ekkert á bakvið það sem þú segir. Ég hef alltaf verið einlæg en hef alltaf haft áhyggjur af því að fólk haldi að það sé einhvað á bakvið það sem ég segi. Sem er óraunhæfur ótti. Ómeðvitað hefur mér alltaf liðið eins og fólk sé að segja allt annað en það sem það er að hugsa. Og oft í nýjum samskiptum hef ég spurt einhvern sem ég þekki „var þetta allt í lagi? Var ég nokkuð weird?“. Það sem ég er að reyna að tileinka mér er að treysta því að fólk segi það sem það meinar. Ef það er ekki raunin þá tengist það mér ekkert. Ég segi það sem ég meina og á ekki að þurfa að efast um það. Svo ég ætla að hætta því. Leyfa mér bara að vera eins og ég er og treysta því að það sé það sem ég gef frá mér. Ég get ekki gert neitt annað. Ég get ekki stjórnað því hvernig fólk horfir á mig en ég get stjórnað því hvernig ég horfi á mig og hvernig ég horfi á aðra. Þetta helst rosalega vel í hendur. Ef ég vantreysti sjálfri mér hvernig get ég þá ekki vantreyst öðrum?
Ég horfði á fyrirlestur í dag.. eða nokkra fyrirlestra. Einn var um einmannaleika. Annar var um hamingju. Sá sem fjallaði um hamingju hafði hápunktana að við getum ekki í raun kunnað að meta vellíðan án þess að upplifa vott af sársauka. Það er hárrétt. Því ef við höfum verið í sársauka og allt í einu kemur einhvað gott. Þá er það virkilega gott. Við kunnum að meta hvað það er ótrúlega gott. Því ef þú hefur ekki upplifað neitt annað en gott þá missir það mikilvægi sitt. Þá er það ekki metið eins mikið. Þess vegna þurfum við að upplifa einhvað sem er sárt/erfitt/slæmt til þess að kunna að meta það sem er gott. Til þess að kunna fullkomlega að meta það sem er gott.
En fór svo að velta fyrir mér: Hvað um þá sem hafa engan? Hvaða hefða geta þeir snúið aftur til? Getur maður sjálfur búið til manns eigin hefðir? Myndi það virka. Að búa sjálfur til sitt eigið akkeri. Að hefðin gæti kannski verið sú að hvert einasta föstudagskvöld þá er pöntuð pítsa og slökkt ljósin og kveikt á kertum? Myndi það virka. Þetta er í rauninni einhvað sem hægt er að velta fyrir sér. En hugmyndin er falleg. Að hafa sitt eigið akkeri sem hægt er að snúa aftur til. Sama hvað gerist og sama hvernig manni líður. Þrátt fyrir allt sem getur breyst þá er alltaf þetta akkeri, þetta öryggi, þetta „minn tími“ eða „okkar tími“. Þá er alltaf hægt að snúa aftur á þennan stað. Það eru í raun þessar „hefðir“ sem móta okkur einhvern part í þá manneskju sem við erum. Eða ég myndi segja það.
Umkringjum okkur með fólkinu sem rífur okkur upp og hjálpar okkur að halda áfram. Höldum okkur frá þeim sem reyna að rífa okkur niður. Valið er okkar, vegurinn er okkar, ferðin er okkar.
Elskum okkur eins og við erum því við höfum ekkert annað og höldum alltaf áfram.
Minnum okkur á þessa hluti á hverjum degi. Við erum bara við sjálf og við getum ekki verið einhvað annað. Hættum að detta í neikvæðni og samanburð og treystum því hver við erum. Treystum því að svona á þetta að vera. Treystum okkur í það að halda áfram. Treystum okkur í það að sleppa. Treystum okkur í það að vera sátt við okkur eins og við erum og treystum því að þeir sem eiga að vera í okkar lífi séu það líka. Þeir sem eiga ekki að vera í okkar lífi þeir fara á endanum. Fólk kemur og fer. En við höldum bara áfram. Áfram við
Bestu kveðjur, Karen Lind Harðardóttir