KVENNABLAÐIÐ

Heimsins fyrsti þynnkubar lítur dagsins ljós í Amsterdam

Þekkir þú einkenni þynnku eftir langt og strangt djamm? Já, það er ekki það skemmtilegasta! Flestir þekkja að daginn eftir að tekið hefur verið á því á þann hátt er oftast ónýtur…en ekki lengur!

Nú hefur verið opnaður þynnkubar sem kallast bara Hangpover Bar í Amsterdam í Hollandi og skilyrðið þar er að hafa nægt alkóhólmagn í blóðinu til að komast þar inn (þú ert látin/n taka próf áður en þú kemur inn!)

Auglýsing

hang1

Barinn er opinn föstudaga-sunnudaga milli 10-18 og er skreyttur sem vin í frumskóginum. Þar finnur þú ýmsar aðferðir til að lækna þynnkuna.

hang2

Inni er þér vísað í rúm og þú getur krullað þig upp í teppi eða sæng og horft á sjónvarp að eigin vali. Hægt er að panta sérstaka, vítamínríka þeytinga og auðvitað er boðið upp á mat. Þar er jafnvel súrefnisbar þar sem talið er að súrefni geti hjálpað fólki að komast yfir timburmenn.

hang3

Auglýsing

Joep Verbunt, einn af stofnendum barsins segir: „Það sem þú þarft til að komast yfir þynnku er góð dýna, skemmtun og fullt af vítamínum. Í Hangover Barnum er öllu þessu blandað saman í fyrsta skipti.“ Margir segja að gott sé að eiga við þynnku með því að fá sér afréttara (meira áfengi) en það telja bareigendur ekki og ekkert áfengi er selt á staðnum. Staðurinn er afar vinsæll og hefur verið fullt út úr dyrum síðan opnað var í september.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!