KVENNABLAÐIÐ

Dr. Phil og Robin gift í 40 ár: „Við elskum að vera saman“

Sjónvarpskóngurinn vinsæli Dr. Phil hefur verið kvæntur Robin McGraw í 40 ár og eru þau enn afar ástfangin og samhent hjón. Enda væri nú ekki meðmæli með þáttunum ef allt væri í vitleysu, eða hvað?

Í nýju viðtali við Closer Weekly trúir Dr. Phil lesendum sínum fyrir því að þau hjónin elski ekkert frekar en að vera í kringum hvort annað: „Við elskum að gera allt saman.“

Auglýsing

Phil er 66 ára og Robin 62. Þau giftu sig árið 1976 og eiga synina Jay 37 og Jordan 29. Þau eiga tvö barnabörn, Avery sem er sex ára og London sem er fimm: „Þau búa sem betur fer í nágrenninu þannig við hittum þau oft.“

Yndislegt – óskum þeim til hamingju!

Nothing better than spending the weekend with my best friend #soulFULLsunday

A photo posted by Robin McGraw (@robin_mcgraw) on