KVENNABLAÐIÐ

Abba mun koma saman á ný fyrir spennandi verkefni

Sænska súperbandið Abba hefur ekki komið fram opinberlega í um 30 ár fyrir utan 50 ára afmælispartý í júnímánuði á þessu ári. Agnetha Faltskog, Bjorn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad munu nú öll koma saman til að búa til nýtt stafrænt verkefni sem mun innihalda sýndarveruleika og gervigreind og hefur því verið lýst sem „algerlega nýrri upplifun á afþreyingu.”

Auglýsing
Abba hætti formlega árið 1982
Abba hætti formlega árið 1982

Abba mun vinna að þessu verkefni ásamt Simon Fuller sem kom t.d. Spice Girls áfram á sínum tíma: „Við ætlum að kanna nýjan tækniheim sem býr til afþreyingu og efni sem áður hefur ekki verið hægt að ímynda sér,” segir Simon í yfirlýsingu. Leynd hvílir yfir því hvað mun verða á dagskrá en mun það koma í ljós árið 2017. Spennandi!

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!