Krufning leiddi í ljós að Katie May fyrirsæta lést eftir að hafa rifið æð í hálsi og leitað til kírópraktors vegna hálsmeiðsla. Katie lést í febrúarmánuði síðastliðnum og var 34 ára. Hafði hún verið ötul á samfélagsmiðlum og átti 2 milljónir fylgjenda á Instagram og var stundum kölluð Snapchat-drottningin.
Dánarskýrslan segir að andlát hennar hafi borið að þegar hún leitaði sér hjálpar vegna sársaukafulls verkjar í hálsi. Kírópraktor (eða hnykkjari) lét braka í hálsi hennar sem olli því að æð í hryggjarlið rifnaði og stöðvaði að lokum blóðflæði til heilans. Dauði hennar var talinn slys en ekki er vita hvort eftirlifandi ættingjar ætli í málaferli við kíkrópraktorinn.
Katie hafði dottið í myndatöku og má sjá í meðfylgjandi myndbandi setningu sem hún póstaði á Twitter til að lýsa sársaukanum. Í krufningarskýrslu segir að drep hafi komið í heilann vegna skorts á blóðflæðinu. Ed Winter framkvæmdi krufninguna segist ekki hafa séð svona tilfelli áður: „Eftir að hafa farið til hnykkjarans fór hún á spítalann en það var of seint. Ýmislegt var reynt en skaðinn var skeður. Katie átti unga dóttur og var einstæð móðir. Talaði hún oft um að dóttir hennar væri innblástur hennar: „Ég á mikilvægustu manneskju í lífi mínu, dóttur mína. Ég reyni að gera hana stolta á hverjum degi og hún minnir mig á að hverju ég stefni. Það er ekki í boði að gefast upp, það er ekki í boði að setja hana í slæman skóla og það er í boði að búa henni besta líf mögulegt,“ sagði hún í viðtali í janúar.