Filmur í gluggana eru afskaplega vinsælar þessa dagana. Það vita þó þeir sem reynt hafa að þær eru engan veginn ódýrar. Við rákumst á þetta ráð hjá konu að nafni Annabel Vita. Hún vildi halda birtunni í svefnherberginu sínu en vildi ekki að það sæist jafn mikið inn. Hún hafði haft límfilmu í glugganum en fannst hún „leiðinleg“ þannig hún ákvað að horfa til efnis sem hafði löngum heillað hana: Blúndu!
Annabel fann afskaplega fallega blúndu (auðvitað er ódýrast að nota gamlar gardínur þó!) og svo bjó hún til „galdralím“ til að halda henni á sínum stað.
Uppskriftin er einföld:
2 matskeiðar Maizenamjöl (kornsterkja)
2 matskeiðar kalt vatn
1 og hálfur bolli sjóðandi vatn.
Öllu blandað saman svo úr verði „lím.“
Hún klippti svo út ferninga (þar sem gluggarnir voru litlir og ferkantaðir) – þú klippir út blúnduna þannig hún henti í gluggann þinn og passar að endarnir trosni ekki. Best er að nota dúkahníf.





Lítið mál er að fjarlægja filmurnar – hún hefur einnig gefið leiðbeiningar HÉR hvernig það er hægt…