KVENNABLAÐIÐ

DYI: Ódýrar og flottar filmur í gluggana á minna en klukkustund!

Filmur í gluggana eru afskaplega vinsælar þessa dagana. Það vita þó þeir sem reynt hafa að þær eru engan veginn ódýrar. Við rákumst á þetta ráð hjá konu að nafni Annabel Vita. Hún vildi halda birtunni í svefnherberginu sínu en vildi ekki að það sæist jafn mikið inn. Hún hafði haft límfilmu í glugganum en fannst hún „leiðinleg“ þannig hún ákvað að horfa til efnis sem hafði löngum heillað hana: Blúndu!

Auglýsing

Annabel fann afskaplega fallega blúndu (auðvitað er ódýrast að nota gamlar gardínur þó!) og svo bjó hún til „galdralím“ til að halda henni á sínum stað.

Uppskriftin er einföld:

2 matskeiðar Maizenamjöl (kornsterkja)

2 matskeiðar kalt vatn

1 og hálfur bolli sjóðandi vatn.

Öllu blandað saman svo úr verði „lím.“

Hún klippti svo út ferninga (þar sem gluggarnir voru litlir og ferkantaðir) – þú klippir út blúnduna þannig hún henti í gluggann þinn og passar að endarnir trosni ekki. Best er að nota dúkahníf.

 

Fyrst málarðu gluggann með líminu
Fyrst málarðu gluggann með líminu
Ferningar klipptir út
Ferningar klipptir út

 

Málað aftur yfir
Málað aftur yfir

 

Ef göt koma er auðvelt að losa og renna aftur yfir með penslinum
Ef göt koma er auðvelt að losa og renna aftur yfir með penslinum

glu6

Auglýsing

glu-fors

 

Filman er ekki alveg gegnsæ, en nóg fyrir flesta
Filman er ekki alveg gegnsæ, en nóg fyrir flesta

glu1

Lítið mál er að fjarlægja filmurnar – hún hefur einnig gefið leiðbeiningar HÉR hvernig það er hægt…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!