Ef þú ert mikill aðdáandi Disneyfígúranna (og maki þinn helst líka) getur þú bókað draumabrúðkaupið í garðinum sjálfum. Þegar garðurinn lokar hefur þú og ástin þín garðinn út af fyrir ykkur. Hægt er að bjóða allt að 300 gestum í veisluna og getur þú ákveðið hvaða þema heillar þig helst. Auðvitað kostar það skildinginn en kvöldið verður ógleymanlegt. Æðislegt!
