Aðeins örfáum dögum eftir brúðkaupið vildi eiginmaðurinn skilnað. Ástæðan var sú að hann taldi hana hafa blekkt sig með farða. Gerðist þetta í Dubai, samkvæmt Gulf News. Sálfræðingurinn Dr. Abdul Aziz Asaf var sérstakur ráðunautur konunnar eftir skilnaðinn og hefur tjáð sig um málið. Konan leitaði til hans til að fá hjálp vegna erfiðra tilfinninga í kjölfar skilnaðarins.
Brúðguminn tók hina nýgiftu brúði á ströndina, Al Mamzar, til að fá sér sundsprett. Þar kom hinn „skelfilegi“ sannleikur í ljós þegar hún blotnaði í framan og allur farðinn rann af. Sagðist hinn nýkvænti ekki þekkja þessa konu ófarðaða. Brúðurin ku hafa notað fölsk augnhár og hafði einnig undirgengist fegrunaraðgerðir fyrir brúðkaupið.
Hafði parið verið trúlofað í sex mánuði. Dr. Asaf sagði að brúðurin hefði ætlað að segja honum sannleikann en það hafi verið of seint. Krafðist hann skilnaðar undireins og þvertók fyrir samningaumleitanir til að bjarga hjónabandinu.