KVENNABLAÐIÐ

Adam Levine sakaður um ofbeldi gagnvart nýfæddri dóttur sinni og eiginkonu

Tónlistarmaðurinn og einn dómara þáttanna The Voice, Adam Levine, lenti í hræðilegri reynslu þegar lögreglumenn í Los Angeles brugðust við ásökunum um heimilisofbeldi. Lögreglan var kölluð út að heimili hans og Behati Prinsloo á dögunum. Dóttir þeirra, Dusty Rose Levine, er nýfædd og voru ásakanirnar á þá leið að hann hefði slegið barnið í andlitið og lamið Behati „í gólfið.“

Auglýsing

Sá sem tilkynnti var nafnlaus en ásakanirnar voru frekar ótrúverðugar. Lögreglan talaði við Behati og skoðaði dóttur þeirra en ekkert var að sjá, hvað þá að eiginkonan hafi staðfest þær. Komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að um hrekk hefði verið að ræða. Söngvarinn var ánægður með að lögreglan skyldi koma og staðfesta að ekkert væri hæft í þessari sögu. Málinu hefur verið lokað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!