Þarft þú að losa þig við notuð föt? Það getur þú auðveldlega gert núna þar sem nýir fatagámar Hjálpræðishersins eru nú staðsettir við allar Krónuverslanir! Hjálpræðisherinn á og rekur nytjamarkaði Hertex sem eru á eftirtöldum stöðum: Vínlandsleið 6-8 í Grafarholti, Garðastræti 6 í miðbæ Reykjavíkur, á Ásbrú í Reykjanesbæ og Hrísalundi 1b á Akureyri.
Allur ágóði af fatasölunni rennur til hjálparstarfs innanlands og Hjálpræðisherinn hefur um áraraðir rekið súpueldhús í Herkastalanum ásamt því að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Flokkunarstöðin er staðsett í Vínlandsleið og taka þau þar við ýmsu öðru sem hægt er að selja – þ.e.a.s flestallt sem þú þarft að losa þig við. Opið er frá 11-18 alla virka daga og 12-17 á laugardögum. Gildi Hertex eru: Framtíðarvon, umhverfi og fjölbreytileiki.