Fólk getur verið yndislegt! Hverfi nokkurt í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum hefur nú verið skreytt fyrir jólin. Ástæðan er sú að nágrannakona fólksins sem þar býr er dauðvona með krabbamein og hún elskar jólin. Sér hún ekki fram á að lifa næstu jól og vilja nágrannarnir fagna með henni síðustu jólnunum saman. „Það eru miklar líkur, nema drottinn leyfi, að ég muni ekki þrauka til jólanna og ég elska jólin,“ segir Michelle Fadel í viðtali við ABC News. „Ég elska að allir eru glaðir á jólunum, allir eru saman og allt er upplýst. Allt er svo fallegt og þú sérð sjaldan skapvont fólk á jólunum.“
Michelle er 56 ára og berst við krabbamein sem breiðst hefur út um allt – í heilann, beinin og lungun. Þegar hún tjáði fjölskyldu sinni að hún myndi elska að njóta einna jóla í viðbót brugðust þau fljótt við og fóru að skreyta allt húsið. Þegar nágrannarnir fréttu af þessu skreyttu þeir hjá sér líka! „Ég er gagntekin af örlæti fólks að gera þetta…að þau sýni okkur slíkan kærleik.“