KVENNABLAÐIÐ

Barn sem fæddist með fullorðinstungu getur nú brosað í fyrsta skipti!

Paisley Morrison-Johnson er 16 mánaða yndisleg stúlka sem fæddist í Suður-Dakota í Bandaríkjunum. Fæddist hún með tungu sem er jafnstór fullorðinna og sagðist læknirinn aldrei hafa séð jafn stóra tungu á ferlinum. Fyrir stuttu fór hún í aðgerð til að minnka tunguna og er á ótrúlegum batavegi…bónusinn er að hún getur tekið tennur og BROSAÐ í fyrsta skipti!

tung3

Auglýsing

Beckwith-Wiedemann heilkennið er arfgengt og veldur risavexti í einhverjum líkamshluta. Þetta sjaldgæfa heilkenni hefur áhrif á eitt af hverjum 13.700 börnum sem fæðast í heiminum. Móðir Paisley, Madison Nienow, vissi ekki af gallanum fyrr en hún fór óvænt í bráðakeisara, tveimur mánuðum fyrir settan dag: „Í keisaraskurðinum tóku læknarnir eftir að tunga hennar var risastór. Paisley var tekin burt í skyndi því þeir héldu kannski að hún gæti ekki andað. Ég fékk ekki að sjá hana, snerta hana eða heyra hana gráta.“

tung1

Paisley var í þrjá mánuði á vökudeild og fékk þar greininguna. Fyrst fór hún í aðgerð til að minnka umfang tungunnar þegar hún var sex mánaða og svo aðra þegar hún var 13 mánaða.

tung2

Auglýsing

Foreldrarnir eru nú í skýjunum þar sem aðgerðirnar heppnuðust vonum framar: „Nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að hún kafni, hún er farin að segja orð, getur borðað fullorðinsmat og er farin að fá tennur. Svo tók hún fyrstu skrefin sín fyrir fimm dögum síðan. Það besta er þó að Paisley getur núna brosað!“

tung4

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!