KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez lögð inn vegna þunglyndis

Selena Gomez dvelst nú á stofnun í Tennesseeríki í Bandaríkjunum til að leita sér hjálpar. Tilkynnti hún í ágúst síðastliðnum að hún væri að taka sér hlé á sviðsljósinu vegna liðagigtar sem hún hefur átt við um þónokkurt skeið.

Engin yfirlýsing hefur verið gefin út frá talsmönnum hinnar 24 ára gömlu söngkonu en Us Weekly, segir að samkvæmt ónefndum heimildarmanni er aðalástæða innlagnarinnar þunglyndi: „Selena er að eiga við liðagigt en nú ríður mest á að eiga við geðheilsu hennar. Hún getur farið á mjög dimma staði.“ Stofnunin sem um ræðir er rétt utan við Nashville og er rólegur og góður staður til að eiga við vanda sem slíkan. Við óskum henni góðs bata!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!