Hvort sem þú trúir því eða ekki eru „fimleikabolir“ fyrir hunda frábær lausn við hárlosi. Hundarnir koma reyndar til með að líta út eins og í leikfimimyndbandi Jane Fonda frá 9. áratugnum en gæti bjargað geðheilsu fjölskyldunnar.
Tyson Walters, sem fann upp Shed Defender, segist hafa fundið upp búninginn eftir að hann var orðinn algerlega ráðalaus gagnvart hárlosi Harley, Sankti Bernardshundunum sínum: „Ég hafði enga stjórn á hárunum – það skipti engu hversu mikið ég burstaði henni það voru hár út um ALLT. Ég leitaði að lausnum á Netinu og fann ekki neitt þannig ég ákvað að finna lausn sjálfur.“
Bolurinn gæti þótt furðulegur en Tyson segist hafa varið fjórum árum í að finna hinn rétta bol. Bolirnir eru bæði öruggir og þægilegir fyrir hundana, þeir eru léttir og umhverfisvænir og viðurkennum það: Samkvæmt myndunum eru láta þeir ferfættu loðboltana okkar líta út fyrir að vera enn sætari! Mikilvægast af öllu er þó að þeir halda hárlosinu í skefjum.
Hefur bolurinn fengið mjög jákvæð viðbrögð og vakið mikla athygli: „Fólk biður oft um að fá að taka mynd af okkur,“ segir Tyson. „Bleikur er langvinsælasti liturinn, enda snýr fólk sér við á götu þegar það sér hund í bleikum bol!“
Ætlar Tyson að láta prenta á bolina líka og hlýtur þetta að teljast góð viðskiptahugmynd!