KVENNABLAÐIÐ

Við erum fólk en ekki faraldur! – Myndaþáttur af „of feitum“ Íslendingum

Samtök um líkamsvirðingu í samvinnu við Gunnar Frey Steinsson ljósmyndara og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar halda ljósmyndasýninguna „Fólk en ekki faraldur“ í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 10.-21. október. Markmið þeirra er að vekja athygli á því hversu bjagaða mynd umræðan um „offitufaraldurinn“ hefur gefið af holdafari fólksins í landinu og hvernig þessi umræða hefur markvisst alið á neikvæðri sýn og lítilsvirðingu í garð feitra.

Auglýsing

Í fréttatilkynningu segir:

Til mótvægis birtum við myndir af venjulegu íslensku fólki með líkamsþyngdarstuðul sem fellur innan marka „offitufaraldursins“. Við biðjum ykkur að taka vel eftir því hversu ólíkar þessar myndir eru þeim ímyndum sem dunið hafa á okkur í fjölmiðlum. Við biðjum ykkur að íhuga, næst þegar þið heyrið talað um „offitufaraldurinn“, hvaða hóp er raunverulega verið að tala um.Það er verið að tala um mig og þig. Frænku þína, afa þinn, mömmu þína og börnin þín. Vini þína, samstarfsfélaga og kunningja. Við biðjum ykkur að móðgast, hneykslast og hafna þessari umræðu. Við erum þverskurður samfélagsins. Við erum fólk en ekki faraldur.

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!