KVENNABLAÐIÐ

Kona fréttir af eigin andláti á Facebook

Candice Haines brá heldur betur í brún þegar hún var sá mynd af sér á Facebook ásamt frétt um að hún væri látin. Hin 32 ára þriggja barna móðir reyndi að hafa samband við heilsusíðuna Daily Records og kom þá í ljós að ritstjórnin hafði óvart birt mynd af Candice í stað annarrar konu að nafni Michelle Ashby sem lést af völdum Crohn sjúkdómsins í janúar í fyrra.

mom

Auglýsing

Candice er einnig með sama sjúkdóm og hafði verið í fréttum vegna þess árið 2015 en hún þurfti að fara í aðgerð til að nema burtu hluta af þörmum hennar og bjargaði sú aðgerð lífi hennar.

mom2

„Pabbi hringdi svo í mig því fólk var að hringja í hann og votta honum samúð sína. Þurfti hann því að leiðrétta misskilninginn. Ég er gáttaðri en allir. Ég þurfti að fara á Facebook og Twitter til að segja öllum að ég væri á lífi.“

mom3

Segir Candice að þetta hafi verið hræðilega óþægileg tilviljun: „Þegar ég fór í skólann með krakkana fölnuðu allir. Fólk hélt að ég væri risin upp frá dauðum!“

Lærdómurinn gæti verið þessi: Ekki trúa öllu sem þú lest á Facebook…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!