Íslenska hljómsveitin Kaleo slær ekki slöku við og er nýjasta myndband þeirra sönnun þess: Gullfalleg íslensk náttúra og angurvær tónlist…gerist ekki betra! Nýja lagið heitir Save Yourself og er tekið upp á ísjaka í Fjallsárlóni. Er lagið að finna á fyrstu plötu sveitarinnar A/B en alla tónlist þeirra má finna á Spotify.
