Eins og Sykur greindi frá í morgun var Kim Kardashian rænd í nótt: Hún var kefluð og allt að fimm grímuklæddir menn dulbúnir sem lögregluþjónar beindu að henni byssu og rændu skartgripum sem hún hafði m.a. sýnt á Instagram deginum áður. Kanye gaf henni hringinn og kostaði hann 4,5 milljónir dollara.
Íbúðin þar sem ránið fór fram er lúxusíbúð í 8. hverfi Parísarborgar. Íbúðin er ekki auglýst opinberlega og er þekkt meðal þeirra ríku og frægu. Leonardo di Caprio, Madonna og Prince hafa öll leigt þessa íbúð sem kölluð er „No Address France“ væntanlega til að fá frið frá æstum aðdáendum.
Verið er að rannsaka ránið sem þótti óvenju bíræfið, enda handjárnuðu þeir öryggisvörð og ógnuðu honum með byssu og þannig komust þeir inn í íbúðina. Þá var klukkan 2:30 um nóttina. Þeir fóru inn í herbergi Kim, ógnuðu henni með byssu, kefluðu og læstu hana inni á baðherbergi. Náðu þeir skartgripaskríni sem var 6,7 milljón dollara virði og ofangreindum hring. Einnig náðu þeir tveimur smartsímum í eigu Kim – og er talið að í þeim geti verið afar persónulegar upplýsingar.
Kim er nú flogin á brott frá París í einkaþotu og er eins og fyrr segir, afar skelkuð og slegin, þrátt fyrir að vera líkamlega ómeidd.