Tveir menn sem þóttust vera lögregluþjónar beindu byssu að Kim Kardashian í hótelíbúð hennar í París í nótt. Náðu þeir skartgripum að verðmæti 11 milljón dala. Kim er óhætt en ekki er vitað hvort börnin hennar voru í íbúðinni á meðan ráninu stóð. Kendall Jenner sem var úti á lífinu fór strax til Kim eftir ránið og náðist mynd af henni klukka 4:30 um morguninn og Kanye West var á tónleikum í New York. Í miðju lagi tilkynnti hann að hann þyrfti að hætta því það væri neyðarástand í fjölskyldunni.
Kim er óhætt, hún er ekki slösuð en í töluverðu áfalli, samkvæmt talsmanni.





