Leikarinn og hjartaknúsarinn Benedict Cumberbatch kom fram með hinum eitursnjalla gítarleikara, David Gilmour á tónleikum í Royla Albert Hall í London á dögunum. Fluttu þeir lag Pink Floyd, „Comfortably Numb.“ Leit út fyrir að leikarinn gæti vart haldið aftur af brosinu og væri afar spenntur að takast á við þetta nýja verkefni sem hann leysti með mikilli snilld. Sjáðu myndbandið:
