Khoudia Diop er ung stúlka frá Senegal sem er land á vesturströnd Afríku. Hefur hún óvenju dökka húð og mætti í raun lýsa litnum sem hann væri svartur sem nóttin. Khoudia hefur nýverið setið fyrir hjá Colored sem fagnar öllum húðlitum.
Fólk dáist að melanínríkri húð hennar og er hún afskaplega vinsæl á Instagram sem @melaniin.goddess. Hún er einstaklega falleg og húðliturinn er ólíkur öllum öðrum sem við höfum séð. Einnig virðist Khoudia vera heilsteypt manneskja, jákvæð og full sjálfstrausts.
Khoudia segir að hún hafi orðið fyrir einelti vegna húðlitarins þegar hún var unglingur: „Þau kölluðu mig ýmsum nöfnum og vonuðust til að mér myndi líða illa vegna þess hvernig ég væri á litinn, en vitiði hvað? Ég elskaði þau öll og sýndi þeim að mér væri slétt sama hvað þeim fyndist.“
Húðhvíttun er stórt vandamál í mörgum Afríkuríkjum, þar sem milljónir kvenna leitar í krem til að ná hvítari húðlit. Rannsóknir sýna að 75% nígerískra kvenna nota slík krem, 59% kvenna í Togo og 35% kvenna í Suður-Afríku. Sum efni geta verið skelfilega skaðleg en sú vitneskja nægir ekki til að halda konum frá því að vilja líta frekar út fyrir að vera vestrænar.
„Það er misskilningur að ljósari konur séu fallegri og eftirsóttari af karlmönnum, segir húðlæknirinn Olanrewaju Falodun, sem vinnur á Landsspítalanum í Abuja. „Dekkri konur hafa talið sér trú um þessa hugsanavillu – að lýsa á sér húðina til að vera meira virði. Ástæðan er í raun heimska og hópþrýstingur.“
Þessar konur ættu að taka sér Khoudia Diop til fyrirmyndar…henni líður vel í eigin skinni!