Fjölmargir af okkar bestu tónlistarmönnum koma fram í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 3. október næstkomandi. Stefán Karl Stefánsson glímir nú við erfið veikindi sem kalla á kostnaðarsamar aðgerðir og meðferðir með tilheyrandi vinnutapi og fjárhagsáhyggjum. Í fréttatilkynningu segir: „Við, samstarfsfólk hans og vinir, höfum tekið okkur saman um að halda þessa styrktatónleika fyrir hann og fjölskyldu hans. Stefán Karl er þjóðargersemi og mikilvægt fyrir okkur öll að hann geti áhyggjulaus einbeitt sér að því að ná heilsu á ný.“
Eftirfarandi listamenn koma fram:
Bubbi Morthens
Ný dönsk
Úlfur Úlfur
Salka Sól
Laddi
Gói
Hansa og Selma
Jón Ólafsson
Valgeir Guðjónsson
Stuðmenn
Kynnir verður Edda Björgvinsdóttir
Hægt er að kaupa miða HÉR – ekki láta þig vanta og styrkja gott málefni í leiðinni!