23 gullfallegir pandahúnar sem allir eru fæddir á árinu 2016 voru til sýnis í Chengdu Research Base en þeir rækta risapöndur í Sichuanhéraði í Kína. Ein lítil reyndi að hlaupa í burtu og datt af sviðinu en beið ekki skaða af…allt of krúttlegt! Fyrr á árinu tilkynnti International Union for Conservation of Nature (IUCN) að pandan væri ekki lengur í útrýmingarhættu en að stofninn væri þó enn viðkvæmur. Hafa því viðbrögð ræktenda og velunnara borið árangur, sem betur fer.