Leikaraparið á von á sínu öðru barni og hafa gefið þær upplýsingar að um dreng sé að ræða. Þau eiga fyrir dótturina Wyatt sem verður tveggja ára þann 1. október næstkomandi. „Þau gætu ekki verið hamingjusamari,“ segir vinur þeirra hjóna í viðtali við Life & Style. „Jafnvel þó þau hafi sagt við alla að þau yrðu ánægð með aðra stelpu voru þau að vona að eignast eitt af hvoru.“
Mila og Ashton hafa ekki enn gefið upp hvenær barnið á að koma í heiminn en vinir þeirra hafa ausið þau gjöfum: „Mamma Ashtons sendi bláa samfestinga og blátt teppi,“ segir vinurinn. „Þau eru búin að gera barnaherbergið allt tilbúið og um daginn fóru þau og keyptu Barnett Lil’ Banshee bogfimisett til að bæta við öll leikföngin.“
Við óskum þeim til hamingju!