Kona nokkur á sextugsaldri hafði búið með látnum syni sínum í tvo áratugi án þess að hafa hugmynd um það. Rita Wolfensohn datt á heimili sínu og þurfti að fara á spítala vegna þess. Mágkona hennar, Josette Buchman fór heim til hennar til að ná í eigur Ritu þegar hún uppgötvaði beinagrind í fullum klæðum liggjandi á dýnu í einu herberginu.
Herbergið var fullt af rusli og köngulóarvefum, og einn úr lögreglunni lýsti því sem að „ruslabíll hefði sturtað farmi í herbergið.“ Einnig lýsti hann því sem að herbergið lyktaði að mygluðum mat en ekki rotnandi manneskju. Við yfirheyrslur sagði Rita að hún hefði haldið að sonur hennar hefði flutt út fyrir löngu. Fjölskyldumeðlimir sem höfðu ekki mikið samband við konuna sögðu að þau hefði ekki séð manninn í um tvo áratugi. Hann hafði verið leigubílsstjóri.
Lögreglan telur að maðurinn hafi látist af eðlilegum orsökum.
Heimild: Jezebel