Inni í hryllingshúsinu: Natascha Kampusch var rænt þegar hún var einungis 10 ára gömul af Wolfgang Prikopil. Hélt hann henni í kjallara húss í átta ár og nauðgaði henni hvað eftir annað. Þegar Natascha slapp framdi Wolfgang sjálfsmorð með því að henda sér fyrir lest.
Í dag á Natascha húsið þar sem henni var haldið fanginni og heldur því hreinu sem aldrei fyrr. Kenndi Wolfgang henni að gera það og hún vill ekki hafna þeim skyldum þó hann sé dáinn.
Nataschu var rænt þegar hún var á leið í skólann. Mannræninginn var sturlaður einfari, Wolfgang Priklopil. Gerðist þetta nálægt Vínarborg í Austurríki. Í næstum áraug (átta og hálft ár) hélt hann henni sem kynlífsþræl, nauðgaði henni og barði og læsti ofan í kjallara. Þann 23. ágúst árið 1996 slapp hún og mannræninginn, 44 ára, stökk fyrir lest.
Í meðfylgjandi viðtali við Channel Seven tók Natascha fréttakonuna Rahni Sadler í skoðunarferð um húsið. Býr Natascha í húsinu og erfði hún það eftir kvalara sinn. Fréttakonan spurði Natascha í sífellu: „Finnst þér ekkert óþægilegt að vera hérna?“ en svaraði hún á þá leið að það gengdi sérstöku hlutverki í sálfræðimeðferð sinni og hún vildi ekki breyta húsinu í „safn.“
Þegar Natascha er spurð um tölvunarfræðinginn sem hélt henni fanginni allan þennan tíma segir hún að hún hafi verið einkaþjónninn hans þegar hún var ekki í einangrun: „Hann var tvöfaldur persónuleiki. Ég kalla annan hlutann dökku hliðina hans en hann var með geðklofaeinkenni.“ Hlutunum tveimur má kannski helst líkja víð myndarlega og hugrakka manninn og á hinn bóginn svartur persónuleiki – ofbeldisfullur og án samvisku.
Enn þann dag í dag þrífur Natascha húsið hátt og lágt líkt og Wolfgang skipaði henni fyrir áratug síðan. Í nýlegu viðtali við þýska dagblaðið Bild segir Natascha frá deginum þegar hún slapp: „Hann hafði skipað mér að þrífa bílinn. Hann ætlaði að selja hann og bað mig að taka hann gersamlega í gegn. Ég man að ég var svo banhungruð því ég hafði búið til sultusamloku fyrir hann í morgunmat en ekkert fengið sjálf. Kl 12:56 fékk hann símtal og varð annars hugar. Ég var með ryksuguna í gangi þannig hann varð að fara frá mér til að geta heyrt í símanum. Ég skreið að hliðinu á garðinum sem var yfirleitt lokað.“ Þannig slapp Natascha úr prísundinni sem hafði staðið yfir síðan í marsmánuði árið 1998.