Með öllum „fílterum“ og öðrum fítusum sem hægt er að eiga við myndirnar okkar á samfélagsmiðlum fer fólk eflaust að velta fyrir sér hvernig fólk lítur í alvöru út. Instagram hefur ákveðna aðila innan fitness-æðisins (fitspo) sem ýta undir óheilbrigðar ímyndir. Til að eiga við þetta setti einkaþjálfarinn Jennifer Widerstrom tvær myndir af líkama sínum sem teknar voru með tveggja mínútna millibili til að sýna hvernig mynd eða myndataka getur haft allt að segja hvernig við lítum út á miðlunum.
Widerstrom skrifaði: „Við lítum öll svona út þegar við sitjum. Ekki hafa áhyggjur af því hvernig líkaminn á þér lítur út í ákveðnum stellingum!“
Hefur myndin hlotið þúsundir deilinga og einn notandi skrifar: „Takk fyrir að setja inn þessa mynd. Ég held við gleymum því oft, sérstaklega þegar við erum að fylgja eftir fitnessfólki til uppörvunar…stundum getur það verið þveröfugt og leitt til niðurrifs.“