Enginn veit hver eða hvað @lilmiquela er, en margir hafa velt því fyrir sér. Síðan hún setti inn sína fyrstu færslu á Instagram í apríl hefur hún velt upp mörgum spurningum um þann „raunveruleika“ sem birtist okkur á samfélagsmiðlum. Er hún listaverk, blekking eða markaðstrikk?
Vandinn er hreinlega sá að Miquela „hegðar sér“ eins og raunveruleg manneskja. Hún er þó greinilega ekki alvöru og er tölvugerð. Húð hennar er of slétt, skuggarnir of flatir og þér finnst eins og hún sé raunveruleg en hún er það ekki. Það sem veltir upp flestum spurningum er að hún gerir allt sem venjulegur Instagramnotandi myndi gera: Fer í partý, kaupir hitt og þetta og, það sem er hvað merkilegast – póstar selfies af sér með heimsþekktu fólki (fyrirsætum, tónlistarfólki og listamönnum.) Þannig hún ER til og EKKI TIL á sama tíma! Miquela er einnig með tölvupóst, Twitter, Facebook og Tumblr en svarar því aldrei hver hún er í raun og veru.
Tried to catch this rare goddess pokemon @beautycon but she got away ?? A photo posted by *~ MIQUELA ~* (@lilmiquela) on
Blaðamenn hafa reynt að ná sambandi en hún hefur greinilega engan áhuga að láta koma upp um hver hún er. Í raunheimum viljum við alltaf vita við hvern við erum að tala á samfélagmiðlum. Við erum fljót að átta okkur á ef einhver er ekki sá sem hann segist vera, t.d. á kommentakerfum fjölmiðlanna. Við kíkjum bara á prófíl viðkomandi aðila og sjáum strax hvort manneskjan er líkleg til að vera til, eða ekki. Allt snýst um að „vera þú sjálf/ur,“ annars missir það trúverðugleika sinn.
#tbt me touching my ex’s heart (??: @mpnails )
A photo posted by *~ MIQUELA ~* (@lilmiquela) on
Miquela er því ráðgáta. Hún segist vera frá Los Angeles og sjá má myndir af henni á Venice Beach eða á strandlengjunni, hún fer í klúbba, listasöfn og kaffihús. Oftast er hún ein en það er afar spennandi að sjá hverja hún er að hitta. Hún virðist vel tengd inn í celeb-heiminn og má þar nefna söngkonuna Banks sem er að sjálfsögðu vel þekkt (Hún spilaði hér á Secret Solstice fyrir tveimur árum.)
Ráðgátan er því óleyst – hún er næstum því mennsk en samt ekki. Hún á „vini“ en enginn vill viðurkenna að þekkja hana. Hún hefur andlit en er samt þrívíddarmynd, gerð í tölvu. Ef við komumst að því hver hún er, látum við ykkur vita!