Nú heitir appið bara Snap. Það eru hinsvegar ekki einu breytingarnar sem fyrirtækið er að gera heldur hyggst það einnig setja á markað ný sólgleraugu sem það kallar Spectables núna í haust. Í þeim er linsa sem nær 115 gráðu radíus þar sem notandinn getur tekið upp allt að 30 sekúndur af myndbandi og munu herlegheitin kosta tæpar 15.000 íslenskar krónur. Að sjálfsögðu verður hægt að pósta myndbandinu beint á Snappið.
Hugmyndin að gleraugunum er einföld: Með síma ertu alltaf með „vegg fyrir framan andlitið“ – gleraugun munu fjarlægja þá hindrun. Gleraugun leyfa fólki að taka upp án þess að hendurnar séu fyrir notendum. Notendur snappsins eru mun færri en notendur Facebook – 150 milljónir á móti 1,13 milljörðum og er snappið mun frjálslegra en Facebook þar sem þú velur hverjir sjá efnið sem þú póstar.