KVENNABLAÐIÐ

Flestir foreldrar hafa samúð með þessari ungu, einstæðu móður

„Svona er móðurhlutverkið og hættið að dæma foreldra!“ Aly Brothers hefur vakið athygli á netinu undanfarna daga vegna atviks sem átti sér stað í stórmarkaði. Hún býr í vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum og á tvo syni, Bentley sem er þriggja ára og Levi sem er 20 mánaða. Auðvitað eru þeir yndislegir en geta líka verið erfiðir (þeir foreldrar sem þekkja það, rétti upp hönd!)

Auglýsing

„Þeir eru æðislegir, sætir og góðu dagarnir eru fleiri en þeir slæmu. En slæmur dagarnir, maður….þeir virkilega taka sinn toll,“ sagði Aly í viðtali við BuzzFeed News.

ung2

Hafði þessi 22 ára móðir farið með strákana sína í búðina til að ná í súkkulaðimjólk fyrir þá en báðir drengirnir voru svo sannarlega ekki í góðu skapi: „Við fórum í búðina og þeir vildu bara alls ekki vera þar,“ segir Aly. Levi vildi ekki sitja í kerrunni og byrjaði að henda hlutum….skónum sínum, veskinu hennar og var grátandi. Á meðan hljóp Bentley áfram og reyndi að opna alla kæliskápana og henti til ýmsum hlutum í leiðinni. Reyndi Aly því að halda ró sinni meðan stormurinn geisaði því hún vissi að „svona eru börn bara.“

Auglýsing

Þangað til hún náði að kassanum til að greiða fyrir vörurnar eftir mikið umstang. Þá fóru drengirnir að rífast um blöðru og allir í búðinni fóru að stara á hana. Einn eldri maður hvíslaði: „Hún er nú frekar ung til að eiga tvö börn,“ og þá brotnaði hún niður. „Ég settist við stýrið í bílnum mínum og bara grét og grét,“ segir hún.

Að vera móðir er ERFITT. Að vera einstæð móðir er ERFITT.

Segir hún í framhaldi að dómharka ókunnugra sé sérstaklega slæm þar sem hún var einu sinni í ofbeldissambandi. Hún hafi styrkinn til að hafna því og kaus að vera einstæð móðir þrátt fyrir að það var ekki sem hún ætlaði sér: „Þetta fólk þekkir mig ekki. Það þekkir mig ekki sem móður. Það þekkir ekki börnin mín. Það veit ekki að ég var gift áður en ég eignaðist börn. Þau vita ekki að ég fór úr hjónabandinu vegna ofbeldis vitandi að vera einstæð móðir væri svona erfitt.“

ung3

Niðurlag meðfylgjandi pósts er dásamlegur og flestir foreldrar geta skilið hvað Aly á við:

Stundum get ég stjórnað börnunum mínum og stundum get ég það ekki. Stundum hlusta þeir og stundum ekki. Stundum get ég höndlað þá og stundum brotna ég niður. Ég veit að þessir dagar líða hjá, tárin þorna, slagsmálin hætta og börnin stækka. Það verður samt erfitt líka.

Ef þú sérð foreldri sem á erfitt, krakka sem tekur kast í búðinni eða móður sem er við það að fara að gráta….í guðanna bænum segðu eitthvað fallegt. Ekki setjast í dómarasætið. Og til allra mæðra sem eru að eiga jafn erfiðan dag og ég: Ég veit af ykkur, ég þekki ykkur, mér þykir vænt um ykkur. Þið eruð sterkar og eruð að gera ykkar besta.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!