Konungur hrekkjalómanna, Logi Bergmann, var „tekinn“ í gær, eins og hann segir sjálfur frá: „Ég hef lengi kallað mig sérfræðing í hrekkjum. Hef skrifað heila bók um þá og haldið marga fyrirlestra á vinnustöðum. En ég hef sjaldan verið tekinn jafn duglega og í gær.
Þá er ég semsagt á leið í golfferð. Og ekki hvaða golfferð sem er, heldur ferð sem var skipulögð fyrir ári. Með öllum bestu vinum mínum. Þegar við eigum kannski hálftíma eftir til Barcelona , í vél með Wow, kemur flugfreyja með skilaboð til mín á miða (sem ég get ekki sýnt ykkur af því að ég krumaði hann í tætlur) og biðst afsökunar (mjög sannfærandi). Golfsettið mitt varð semsagt eftir í Keflavík og ég fæ það þegar ferðin er hálfnuð! Og í því að sjálfsögðu, allar kylfur, boltar og skór.
Ég varð náttúrlega alveg rosalega fúll en ákvað að vera kurteis og segja ekkert. Var samt búinn að finna númerið hjá Skúla Mogensen og tilbúinn með hárblásara, þegar ég kæmi úr vélinni.
En á leiðinni út segir flugfreyjan að flugstjórinn vilji tala við mig. Og þegar ég geng inní klefann til þeirra, segir hann við mig: “Það eru fleiri hrekkjalómar er þú!“
Þetta var algjörlega glæsilegur hrekkur. Náði mér algjörlega og endaði á réttan hátt. Lykilatriði í góðum hrekk, eins og ég hef marg predikað, er að hann endi vel. Ég kunni að meta hann í gær og enn betur í dag , þegar ég er búinn með tvo hringi. Með settinu mínu!
Takk. Ég var tekinn.“