Þau höfðu ekki efni á að kaupa sér íbúð eftir að þau giftu sig þannig þau ákváðu að búa í helli: Liang Zifu (81) og Li Suying (77) fluttu í helli nálægt borginni Nanchong og hafa búið þar í 54 ár. Þau fundu góðan helli sem þau deildu í fyrstu með þremur öðrum fjölskyldum en fluttu þær síðan út. Ólu þau upp fjögur börn í hellinum. Eftir að sagan komst í hámæli höfðu kínversk yfirvöld samband og vildu gefa þeim þægilegra hús til að búa í, en hjónin neituðu því.
Þessi eldri hjón hafa eytt ævinni í að breyta hellinum í kósý íbúð sem nú hefur þrjú svefnherbergi, eldhús og stofu. Liang breytti þakinu í lítinn garð þar sem þau rækta allt grænmeti sem þau þurfa til að lifa af. Einnig hafa þau nokkur svín í stíu sem þau slátra til að fá kjötið. Þau grófu brunn nálægt „hurðinni” og fá þannig ferskt vatn og hafa þau einnig aðgang að rafmagni. Parið segist hafa allt sem það þarf til að lifa af og vilja þau ekki yfirgefa það húsnæði sem þau hafa unnið svo hart að alla tíð.
Lu segir líka að hellirinn sé mun svalari en venjuleg hús á sumrin og heitari á veturnar. Það eina sem þau sakna er annað fólk og segjast þau finna fyrir einmanaleika sérstaklega eftir að börnin fluttu út.
Á kínverskum samfélagsmiðlum hefur sagan verið afar umrædd: Sumir vorkenna hjónunum fyrir að lifa svo einangruð frá öðru fólki en aðrir hafa hlaðið þau lofi fyrir að hafa tekist að lifa af svo erfiðar aðstæður. Sumir hafa jafnvel sagst öfunda þau fyrir að lifa rólegu, hamingjusömu lífi annarsstaðar en í ys og þys stórborga Kína.