KVENNABLAÐIÐ

„Hún er allt of feit til að vera fegurðardrottning“

Króatísk fyrirsæta er nú í forsvari fyrir herferð gegn Paola Torrente sem lenti í öðru sæti í keppninni um ungfrú Ítalíu á dögunum. Glæpurinn? Jú, Paola er „of feit“ til að vera fegurðardrottning. Nina Moric hefur mikið á móti konum sem eru í yfirstærð (þ.e. ekki í minnstu tveimur stærðunum) og telur fyrirsætan að eingöngu hafi verið pólitískri rétthyggju um að kenna að hún hafi hlotið sæti í keppninni.

Auglýsing
italy4
Króatíska fyrirsætan á vinstri hönd, Paola á hægri

Móðir stúlkunnar sem lenti í þriðja sæti í keppninni um ungfrú Ítalíu tjáði líka óánægju sína með að Paola hafi lent í öðru sæti og sagði að hún hefði átt að taka þátt í „plus size Miss Italy“ keppninni og ekki aðalkeppninni (Paola er í stærð 14).

italy5

Hafa Twitternotendur verið ötulir við að verja Paolu eins og sjá má á eftirfarandi tvítum:

@nina__moric How dare you say that someone is „too fat to be a beauty queen“- You’re what’s wrong w/society. Paola Torrente is beautiful.

— Taylor Monroe (@TMonroeee) September 18, 2016

@paola_torrente trop belle ! So beautiful ! You’re the perfection ! Take care !

— Arno Stuf (@ArnoStuf) September 18, 2016

How is @paola_torrente still considered a plus sized in the modeling world?! HOW?! #endplussize pic.twitter.com/npIPI8WoTa

— Adnan Ahmed (@asahmed59) September 18, 2016

italy1

Auglýsing

italy2

Aðstandendur keppninnar hafa líka varið ákvörðun sína að setja Paolu í annað sæti: „Stöðvum staðalímyndirnar! Það sem við viljum eru fleiri kvenkyns fyrirsætur sem eru líkastar eðlilegu fólki.“

Paola tekur öllu með stóískri ró og þakkar aðdáendum sínum stuðninginn: Þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti líður henni eins og sigurvegara….sem hún er!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!