Drottning sjálfunnar, Kim Kardashian-West hefur lagt reglurnar: Tvær selfies á mínútu er leiðin til að fá sem mest út úr fríinu þínu. Kim játaði að hafa tekið 6000 selfies þegar hún fór í fjögurra daga frí til Mexíkó á dögunum.
Það þýðir 1500 selfies á dag sem þýðir um það bil 62,5 selfies á klukkustund.
En…læknar mæla með því að fólk sofi 7-9 tíma á dag. Auðvitað væri hægt að stilla símann til að taka myndir af manni sofandi en við skulum gera ráð fyrir því að Kim hafi nú sofið eitthvað í þessu fríi.
Kim hefur sjálf sagt að það taki 120 mínútur (tvo tíma) að setja á sig farða, þannig hægt er að draga tvo tíma frá selfie-tímanum. Það þýðir að Kim hefur 14 tíma í að taka selfies sem þýðir 107,1 selfie á klukkustund = 1,8 selfie á mínútu sem námundast upp í tvær!
Lærdóm sem draga má af þessu: Ef þú vilt fá flottar selfies úr fríinu þínu er best að taka tvær á mínútu. Hafðu samt í huga að Kim er sennilega betri í því en þú þannig þú ættir kannski að tvöfalda það, taka fjórar á mínútu til að vera örugg/ur.
Heimild: Mashable