KVENNABLAÐIÐ

Ný rannsókn: Þú hefur greindina frá mömmu þinni

Ef þú telur þig sjálfa/n vera greindan einstakling skaltu nú taka upp símann og hringja í mömmu til að þakka henni! Ný rannsókn sem birt var í Psychology Spot segir að genin sem geyma greind fara frá móður til barns, ekki bæði móður og föður eins og áður var haldið.

Konur hafa tvo X litninga og karlmenn einn X og einn Y litning. Greindargenið er að finna í X litninginum svo þú ert tvisvar sinnum líklegri til að erfa heilastarfsemi móður þinnar. Þrátt fyrir greindan föður slökknar á því í ferlinu og ástæðan er sú að gen hegða sér á misjafnan hátt eftir því hvaðan þau koma.

Auglýsing

Svo virkar þetta í báðar áttir – sum gen eru bara virkjuð ef þau koma frá föður. Önnur rannsókn sem framkvæmd var árið 1994 af The Medical Research Council Social and Public Health Sciences Unit skoðaði mæður og tók viðtal við 12,686 ungt fólk á aldrinum 14 og 22 ára og var mest mið tekið greindarvísitölu, kynþætti og stétt. Niðurstöðurnar komu á óvart en hægt var að spá fyrir um greind fólksins með því að horfa á greindarvísitölu móðurinnar.

Genin eru ekki eina vísbendingin en ekki er hægt að horfa framhjá þessum niðurstöðum. Áfram mæður!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!