KVENNABLAÐIÐ

Loksins: Nú getur þú notað 18 karata gullklósett!

Almenningi gefst nú kostur að „tefla við páfann“ í salerni úr skíra gulli í Guggenheim safninu í New York en ítalski listamaðurinn Maurizio Cattelan bjó til gjörninginn. Þetta „gagnvirka“ listaverk kallar hann America.

Er salernið staðsett í kynjalausu baðherbergi en einu postulínssalerni var skipt út fyrir gullklumpinn sem virkar alveg eins og hið venjulega. Þeir sem borga sig inn á safnið mega nota það að vild. Samkvæmt yfirlýsingu frá Guggenheim segir að verkið minni okkur á óhjákvæmilegan sameiginlegan raunveruleika mannkyns, þ.e. að allir þurfa að ganga örna sinna, sama hverjir þeir eru. Einnig vill safnið benda á að almenningi gefist kostur á því sem 1% mannkyns hafi alla jafna aðgang að.

gull-ho%cc%88nn
Maurizio Cattelan

gull-fors

Heimild: The New Yorker, BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!