Foreldrar hafa látið í sér heyra vegna þess að þeim finnst kennari barna sinna, Paris Monroe, klæðast of ögrandi klæðnaði við kennslu…eða öllu heldur finnst hún „of vel vaxin“ til að vera í þröngum kjólum.
Paris hafði sett nokkrar myndir af sér á Instagram þar sem hún var hamingjusöm að kenna í skólastofunni sinni. Þurfti einhver að benda á myndirnar á Twitter og margir höfðu á orði að þetta væri nú ekki klæðnaður sem ætti að sjást í kennslustofu barna.
Er Paris falleg? Vissulega. Íturvaxin? Kannski. En það er ekki eins og hún sé í stuttu pilsi eða í háum hælum í skólastofunni. Sagði hún sjálf í viðtali við The Daily Dot að hún myndi óska þess að fólk hætti að tala um hvernig hún væri vaxin og myndi einbeita sér að kostum hennar sem „Ég vildi óska að fólk myndi horfa á það jákvæða og það sem raunverulegu máli skiptir: Að mennta börnin, komandi kynslóðir, og veita þeim það sem þau þarfnast.“
Hér má sjá mynd af henni þar sem hún vann verðlaunin „Kennari mánaðarins.“ Fólk getur stundum verið með ólíkindum…