Þetta pínuponsulitla krútt heitir Boogie Shoes og er með sjaldgæfan heilasjúkdóm. Hann er eins og hálfs árs og var ættleiddur af góðu fólki úr hundaskýli í Kaliforníu en einhver skildi hann þar eftir. Hann var mjög grannur og gat varla haldið höfði.
Starfsfólk skýlisins vafði hann í fullt af teppum til að halda á honum hita. Hann er með taugasjúkdóm og heldur illa jafnvægi. Hann var næstum dáinn en dýralæknirinn Dr. Shayda bjargaði honum.
Nýja fjölskylda Boogie inniheldur tvær mannverur og fjóra Chihuahua. Kíkið á síðuna hans á Facebook en þar er hann að vekja athygli á því að hundar úr skýlum eru bestir og fjöldaframleiddir hundar á svokölluðum „puppy mills“ sem ætti að útrýma.