Að fá nægan svefn er nauðsynlegt fyrir alla, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Svefninn þarf hinsvegar að vera nærandi, þér þarf að líða eins og þú sért úthvíld/ur þegar þú vaknar.
Dr. Hooman Melamed sem vinnur við svefnrannsóknir í Marina Del Rey spítalanum í S-Karólínuríki í Bandaríkjunum segir að svefnstellingin skipti afar miklu máli: „Áttatíu prósent íbúa jarðar hafa bakverki á einhverju tímabili og oft má rekja þá til hvernig þeir sofa.”
Að sofa á bakinu er besta stellingin fyrir líkamann
Þegar þú sefur á bakinu er það langbesta stellingin fyrir hrygginn. Hann er í náttúrulegri stellingu alla nóttina. „Höfuðið, hálsinn og hryggurinn eru í eðlilegri stellingu og bakið er ekki að taka á sig neitt aukalega – hvorki þrýsting né þyngd,” segir Dr. Hooman.
Hrukkubaninn
Húðlæknirinn Jamie Davis hefur sagt: „Ef þú brýtur blað saman á sama stað nógu mörgum sinnum myndast krumpa. Ef þú hugsar um andlitið á þér á sama hátt er sennilega best að sofa á bakinu.”
Brjóstsviði
Ef þú þjáist af brjóstsviða er einnig gott að sofa á bakinu, svo lengi sem þú hefur hátt undir höfði. Ef þú gerir það er maginn fyrir neðan vélindað svo sýran getur ekki leitað upp.
Heimild: Attn.com