Kafarinn Gary Grayson var að kafa rétt hjá Scilly eyjum í Bretlandi þegar hann hitti tvo gráa seli. Þeir voru svo sannarlega ekki feimnir. Einn synti upp að Gary og gaf honum „nebbakoss“ – Gary var ekki viss hvað það þýddi.
Svo tók selurinn höndina á honum og setti hana á magann á sér…hann vildi semsagt fá klapp! Þetta er yndislegt, ekki að ástæðulausu að selir eru kallaðir hundar hafsins…sjáðu þetta einstaka myndband hér að neðan: