KVENNABLAÐIÐ

Ný heimildarmynd um Amöndu Knox: Var hún saklaus af morði herbergisfélaga síns?

Netflix hefur staðið sig vel í að koma fram með heimildarmyndir um raunverulega glæpi – skemmst er að minnast Making a Murderer sem voru afskaplega vinsælir þættir. Nú verður frumsýnd ný heimildarmynd um Amöndu Knox þann 30. september.

Árið 2007 fór Amanda sem er frá Seattle til Ítalíu til náms. Hún var ákærð fyrir að myrða breskan herbergisfélaga sinn, Meredith Kercher með köldu blóði. Réttarhöldin yfir Amöndu voru löng og óskiljanleg. Var Amanda ásökuð um að hafa myrt Meredith í kynlífi sem fór á rangan veg.

Auglýsing

Tvær nýjar stiklur hafa nú verið gefnar út: „Believe Her“ (trúið henni) og „Suspect Her“ (grunið hana). Báðar sýna það sem ítaliskir fjölmiðlar kölluðu réttarhöld aldarinnar.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!