Sjötugur maður frá Kansasríki í Bandaríkjunum sakaður um bankarán sagði við lögregluna sem handtók hann að hann myndi frekar vilja fara í fangelsi en búa með konunni sinni.
Framdi John Ripple ránið í síðustu viku. Afhenti hann gjaldkeranum miða sem á stóð að hann vildi fá reiðufé og hann væri með byssu. Eftir að hafa fengið féið afhent settist hann niður í anddyri bankans og beið eftir lögreglunni. Einnig sagði hann við öryggisvörð í bankanum að hann væri „gaurinn sem þeir væru að leita að.”
Í yfirheyrslum sagðist John hafa verið að rífast við konuna sína og skrifaði hann miðann fyrir framan hana. Hann átti líka að hafa sagt við hana að hann myndi frekar vilja fara í fangelsi en bú ameð henni.
Var maðurinn handtekinn og sakaður um rán að yfirlögðu ráði en var hleypt út aftur nokkrum dögum seinna.
Ekki er vitað hvort hann hafi farið aftur heim til konunnar.
Heimild: HuffingtonPost