KVENNABLAÐIÐ

iPhone 7 er kominn! Og hann er vatnsheldur

Apple var er þessa stundina að kynna nýjan iPhone 7 og 7 plús.  Í Bretlandi mun vera hægt að fá 32GB gripinn fyrir 599 pund sem samsvarar um 91 þúsund ISK. 7 plús verður eitthvað dýrari.

Aðrir aukahlutir eru stereóhátalarar, ný og mun öflugri myndavél. Verður síminn vatnsheldur og „rykheldur.“ Batteríið mun endast tveimur tímum lengur en batteríið í iPhone 6.

Auglýsing

Litir: Kolsvartur, svartur, gull, silfur og rósgylltur.

Þráðlaus heyrnatól AirPods sem eru með skynjurum (virka aðeins þegar þeir eru í eyrunum.) Batteríin endast í 5 klukkutíma og kemur hleðslustöð með.

Stærðirnar eru  32GB, 128GB, 256GB

Hægt er að forpanta þann 9. september og kemur í verslanir 16. september.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!