KVENNABLAÐIÐ

Hjón eignast þriðja barnið á sama degi, þrjú ár í röð

Fyrsti september er mikill gleðidagur Stevenson hjónanna í Norður-Dakótaríki í Bandaríkjunum. Þau voru nefnilega að eignast þriðja barnið á sama deginum, þrjú ár í röð! „Við erum auðvitað steinhissa en afar ánægð. Við eignuðumst heilbrigðan og fallegan dreng, læknarnir, hjúkrunarkonurnar og við áttum ekki eitt aukatekið orð!“ segir móðirin Lauren í viðtali við ABC News.

Börnin þrjú eru Axel Lee sem er tveggja ára, fæddur 1. september 2014, systirin Tommie Lee sem kom í heiminn á sama degi árið 2015 og nýjasta afurðin er Henry Lee sem fæddist nú 1. september 2016.

Henry litli
Henry litli

Axel átti að koma í heiminn 31. ágúst, hin börnin tvö voru sett 4. september en öll ákváðu þau að koma í heiminn á sama degi.

„Þetta var alls ekki skipulagt hjá okkur,“ segir Lauren. „Seth [eiginmaður minn] sagði: „Ó, guð, við erum að fara að eignast annað 1. september barn!“ Elsti strákurinn okkar elskar litla prinsinn út af lífinu. Tommie er ekki viss hvað henni finnst um hann enn.“

Dr. William Lowe tók á móti öllum þremur börnunum og er það í fyrsta sinn á ferlinum sem það gerist.

3 3

Segir móðirin að hún vilji halda eitt stórt afmælisboð á hverju ári, það er – svo lengi sem þau vilja deila deginum: „Það er nú samt þannig að þegar við reynum að halda afmæli þá er ég uppi á spítala að eignast barn,“ segir hún og hlær.

Heimild: Yahoo.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!