Vaselín hefur verið notað í fegrunarskyni í 150 ár – og ekki að ástæðulausu! Við notum ýmis krem auðvitað en vaselínið, gamla og góða er frábært í ýmislegt. Hér eru 18 ráð:
Til að fjarlægja augnháralím
Ekki rífa af þér fölsk augnhár í enda kvöldsins því það er slæmt fyrir viðkvæma húð í kringum augun. Ef þau eru föst fyrir nuddaðu vaselínu á augnhárin með eyrnapinna. Bíddu í nokkrar mínútur og þau losna af mjúklega.
Fyrir eyrnalokka
Ef þú notar ekki eyrnalokka reglulega (göt) getur það verið sárt. Nuddaðu vaselíni á eyrað áður en þú setur lokkana í og þá verður það algerlega sársaukalaust.
Til að fá ljómandi húð
Hægt er að setja vaselín á kinnbeinin til að búa til „highlight” áferð. Enda mun ódýrara en að kaupa sér dýra vöru!
Til að vernda hælana
Þurr húð er eitthvað sem við þekkjum mætavel hér á landi. Nuddaðu vaselíni á fæturna áður en þú ferð að sofa. Sofðu í sokkum og vaknaðu með mýkstu hæla sem þú hefur fundið.
Til að móta augnhárin
Þú getur fengið þykk og löng augnhár án maskara – farðu sparlega með vaselínið og mótaðu þau. Þá líta þau út fyrir að vera lengri og þykkari.
Til að vernda kvefnebba
Ef þú ert með kvef eða ofnæmi verður nebbinn oft rauður og þurr. Nuddaðu vaselíni á vandamálasvæðið!
Til að temja augabrúnirnar
Að setja vaselín á brúnirnar heldur þeim í skefjum og á sama stað allan daginn. Nuddaðu smá vaselíni saman með tveimur fingrum og settu á brúnirnar.
Til að vernda húðina
Þrátt fyrir að vera feitt krem stíflar það ekki húðina. Ef þú ert gjörn/gjarn á að fá bólur skaltu samt ráðfæra þig við húðlækninn fyrst.
Til að vernda húðina meðan þú litar á þér hárið
Nuddaðu vaselíni á hárlínuna til að koma í veg fyrir að liturinn „blæði.”
Til að koma í veg fyrir brúnkuslys
Ef þú notar sjálfbrúnkukrem er ráð að nudda vaselíni á ökkla, olnboga, hné og úlnliði áður en þú berð kremið/spreyið á.
Til að laga sólbruna
Vaselín lokar húðinni fyrir utanaðkomandi ertingu og þannig flagnar þú ekki.
Til að gera heimagerðan skrúbb fyrir líkama eða varir
Blandaðu venjulegum sykri við smá vaselín til að búa til snöggan varaskrúbb. Ef þú ætlar að búa til fyrir allan líkamann notarðu salt í stað sykurs því líkaminn þolir stærri agnir.
Fyrir fagra fætur!
Ef þú átt gamlan kinnalit eða bronzer geturðu blandað saman vaselíni og púðrinu til að fá glansandi leggi.
Til að mýkja naglaböndin
Miklu ódýrara ráð er að nota vaselín í stað dýrra naglaolía. Nuddaðu á naglaböndin áður en þú lakkar neglurnar eða ýtir böndunum upp.
Til að fela brotna og þurra enda
Hárið getur verið erfitt stundum hér á landi. Nuddaðu smá vaselíni á endana en passaðu að nota ALLS EKKI of mikið….þá verður hárið fitugt.
Til að opna fast lok á naglalakki
Nuddaðu vaselíni á lokið á naglalakkinu áður en þú lokar því aftur. Þannig lendirðu aldrei í vandræðum með að opna!